Er kók besta leiðin til að þrífa salernið?

Hvernig er best að þrífa salernið - með kók?
Hvernig er best að þrífa salernið - með kók? mbl.is/mycleanhomeguide.co.uk

Inn á heimasíðu Coca-Cola má finna ýmsa fróðleiksmola um nánast allt sem viðkemur drykkjum fyrirtækisins. Þar má einnig finna allskyns spurningar og svör frá neytendum – eins og hvort kók innihaldi kókaín (sem það gerir ekki og hefur aldrei gert) og hvort kók sé besta leiðin til að þrífa salernið.

Það hefur lengi verið talað um að kók sé hinn fullkomni klósetthreinsir og virki einnig vel í að þrífa bílabatterí, losa ryðgaða bolta og ryðbletti á stuðaranum á bílnum.

Sannleikurinn er sá að kók inniheldur lítið magn af ætanlegri sýru sem einnig finnst í mörgum öðrum matvælum - þess ber að geta að hún er ekki eins sterk og hin náttúrulega magasýra. Og er möguleiki á að þessi sýra geti unnið á þeim sögum sem nefndar eru. En þá vill fyrirtækið ekki mæla með að nota vöruna til slíkra athafna, heldur halda sig við hreinsiefni sem eru sérstaklega búin til að vinna á þessum verkum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert