Töfraráð fyrir teflon-pönnur!

Hvernig er best að halda pönnunni í góðu formi?
Hvernig er best að halda pönnunni í góðu formi? mbl.is/tastingtable.com

Pottar og pönnur með góðri teflon-húð eru satt að segja mikil blessun við eldamennskuna. Við notum minna af olíu og fitan lekur hreinlega af við þrif. Að fletta pönnukökum og ommelettum verður leikur einn á góðri pönnu. En hvernig er best að viðhalda pönnunni? Við þekkjum það vel þegar slíkar pönnur eiga það til að tapa gæðunum – svo hvað er til ráða?

Góð ráð til að halda pönnunni í toppstandi

  • Þvoið pönnuna um leið og hún kemur úr kassanum og þurrkið hana vel.
  • Hellið ólífuolíu á pönnuna þannig að olían þeki pönnuna með þunnu lagi að innan.
  • Hitið pönnuna á meðalhita í tvær mínútur.
  • Leyfið pönnunni og olíunni að kólna og strjúkið þá pönnuna að innan með mjúkum klút.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka