Matur sem þú átt að borða daglega

Það getur reynst erfitt að halda líkamanum í jafnvægi, en ef þú sérð til þess að borða eftirfarandi matvæli ertu á góðri leið í átt að heilbrigðum og ánægðum líkama.

Hvítlaukur – Það er ekki til gamans gert að ráðleggja fólki með flensu að borða hvítlauk því hann er fullur af vítamínum og berst á móti flensuveirunni. Best er að neyta hans án þess að hita hann of mikið til að hann missi ekki eiginleika sína.

Brokkolí – Grænu blómlegu hausarnir eru fullir af C- og K-vítamínum sem styrkja beinin. Og svo smakkast það líka svo vel.

Bláber – Handfylli af bláberjum gefa þér fullt af trefjum og bæta minnið í heilanum.

Haframjöl – Borðir þú haframjöl muntu metta magann í lengri tíma fyrir utan að taka inn B-vítamín, fólinsýru, prótein og magnesíum. Og ekki má gleyma hversu ódýr, hollur og góður matur þetta er.

Te – Best af öllu fyrir kroppinn eru hvítt og grænt te, en passaðu þig að drekka ekki of mikið af því þar sem það inniheldur koffín.

Dökkt súkkulaði – Það er sannað að dökkt súkkulaði hjálpar til við að minnka of háan blóðþrýsting og við látum ekki segja okkur það tvisvar.

Sítrónur – Eru fullar af C-vítamínum og gefa þér í raun 100% ráðlagðan dagskammt af vítamíninu. C-vítamín styrkir beinin, fyrirbyggir alvarlega sjúkdóma og lækkar blóðþrýstinginn. Spurning um að drekka meira af sítrónuvatni?

Hafragrautur og fersk ber eru góður kostur fyrir líkamann.
Hafragrautur og fersk ber eru góður kostur fyrir líkamann. mbl.is/All Over
mbl.is/Shutterstock
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka