Teryaki lax sem toppar tilveruna

mbl.is/Fiskur í matinn

Það er fátt betra en góður fiskbiti og það er eiginlega alveg sama hvernig hann er matreiddur. Hér gefur að líta lax sem í uppskriftinni er ofnbakaður en það er alveg eins hægt að grilla hann og í raun er lítil sem engin ástæða til annars en að grilla hann í ljósi þess að veðrið er svona gott. 

Teryaki lax sem toppar tilveruna

  • 800 g lax

  • 60 ml sojasósa

  • 60 ml vatn

  • 1 msk. maizena kornsterkja

  • 45 msk. hunang

  • 3 msk. hrísgrjónaedik

  • 4 msk. ananas, saxaður

  • 1 hvítlauksgeiri, rifinn

  • 1 tsk. engifer, rifinn 

Aðferð:

Búið til teriyaki-sósu með því að blanda saman sojasósu, vatni, maizena, hunangi, hrísgrjónaediki, ananas og hvítlauk. Veltið laxinum síðan upp úr sósunni og setjið í 200°C heitan ofn og bakið í u.þ.b. 8 mín. Gott er að hafa hrísgrjón og ferskt salat með. 

Uppskrift: Fiskur í matinn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert