Svona bakar þú dúnmjúkan risasnúð

mbl.is/Hanna

Ef að þetta er ekki með því svalara sem sést hefur lengi þá veit ég ekki hvað. Matarbloggarinn Hanna hefur sérstaka ástríðu fyrir leirpottum eins og glöggt hefur komið í ljós á blogginu hennar (sem hægt er að nálgast HÉR).

Dúnmjúkur risasnúður

  • 2 tsk. þurrger
  • 2½ dl mjólk
  • 60 g smjör
  • ½ tsk. salt
  • 2 tsk. vanllusykur
  • 5 – 6 dl hveiti

Fylling

  • Tæplega 1 msk. kanill
  • Tæplega 1 dl sykur
  • 50 g smjör – við stofuhita
  • Egg til penslunar
  • Sykurskraut

Verklýsing

  1. Þurrger sett í skál.
  2. Smjör brætt og mjólk hellt út í.  Yfirleitt er blandan mátulega heit þegar brædda smjörið og mjólkin hafa blandast saman.  Ef þarf að hita aðeins betur er mjög mikilvægt að hita blönduna ekki meira en 37°C (alls ekki hærra).  Hluta af blöndunni hellt í skálina með þurrgerinu og það látið leysast upp. Afgangi af mjólkurblöndunni hellt saman við.
  3. Salt og vanillusykur sett út í – hrært í með sleikju. Nokkrum dl af hveiti bætt við og blandað saman. Deigið hnoðað í lokin í hrærivél eða í höndunum – deigið á að vera þannig að hægt sé að snerta það án þess að það klístrist við fingurna – betra að hafa það aðeins blautara en of þurrt.
  4. Klútur lagður yfir skálina og deigið látið hefast í 1 klukkustund á stað þar sem ekki er trekkur.
  5. Ofninn stilltur á 225°C og leirpotturinn settur í ofninn.
  6. Deigið tekið úr skálinni og lagt á hveitistráð borð. Flatt út með kökukefli í u.þ.b. 25 x 50 cm.
  7. Kanil og sykri blandað saman. Smjöri dreift yfir deigið (ef það er of hart er ágætt að setja það aðeins í örbylgjuofninn eða bræða það í potti).
  8. Kanilblöndunni stráð yfir og deigið rúllað upp. Rúllan skorin endilangt í tvennt (ekki alveg út að enda) og lengjurnar snúnar saman (eins og reipi). Í lokin er kaðlinum rúllað saman
  9. Deigið pennslað með pískuðu eggi og skreytt með sykurskrauti.
  10. Snúðurinn settur í heitan pottinn og látinn bakast í 20 – 25 mínútur.
  11.  Ágætt að taka lokið af aðeins áður til að fá fallegan lit – ekki víst að þess þurfi.
mbl.is/Hanna
mbl.is/Hanna
mbl.is/Hanna
mbl.is/Hanna
mbl.is/Hanna
mbl.is/Hanna
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka