Að velja nýja uppþvottavél, eða í raun eitthvert annað heimilistæki, setur mann í þá stöðu að þurfa að velja hvað henti manni best. Við skoðum hvaða vélar eru sparneytar og svo má ekki gleyma verðmiðanum. En hver er munurinn á uppþvottavél með eða án hnífaparaskúffu?
Nokkur atriði til að hafa í huga:
- Ef vélin er með þessa dæmigerðu hnífaparakörfu er best að stilla skaftinu á hnífapörunum niður til að þau þrífist hvað best. En að sama skapi eru meiri líkur á að þú stingir þig á beittum hníf eða gaffli þegar þú tæmir vélina eftir þvott. Þetta gerist ekki í vél með hnífaparaskúffu.
Hnífaparaskúffa liggur lárétt í vélinni og þú snertir einungis skaftið á hnífapörunum þegar þú leggur þau í eða tæmir – og kemur ekki til með að stinga þig á beittum hnífi eins og getur gerst er þú tæmir hnífaparakörfu.
- Í hnífaparakörfu er best að láta hnífapörin vera blönduð í hólfunum til að þau þrífist hvað best, en í skúffu getur þú nokkurn vegin raðað hnífum saman, göfflum saman o.s.frv. sem auðveldar mikið þegar gengið er frá úr vélinni.
- Með því að velja hnífaparaskúffu ertu í leiðinni að fá meira pláss fyrir potta og stærri ílát í vélina.
- Ef þú sérð heilt fjall fyrir þér við að raða hnífapörunum í bakkann, þá ertu kannski meira týpan til að velja körfu. Þetta er í raun allt spurning um hvar þolinmæðins-þröskuldurinn þinn liggur. Önnur ástæða til að halda sig við körfu er að hnífaparabakki tekur pláss úr efri skúffunni í vélinni og ef þú ert með mjög há spariglös eða annað sem þurfa þetta pláss þá er bakkinn ekki fyrir þig.
Spurningin er því sú, hvernig muntu nota vélina þína – ertu skipulagða týpan eða setur þú tímann fyrir þig? Flestir vilja meina að hnífaparabakki sé það allra besta en það gæti vel verið að karfan sé það besta fyrir þig.