Freyðivín í dós er nú fáanlegt í fyrsta sinn í stórmörkuðum á Englandi, en slíkt hefur verið að tröllríða markaðinum í Bandaríkjunum síðustu árin. Þetta nýja trend jók söluna um 43 prósent á einu ári, en það eru vel yfir 100 tegundir fáanlegar í stórmörkuðum Bandaríkjanna.
Breska vínið, Uncommon, kemur í áldósum með skemmtilegri merkingu og eru dósirnar 100% endurnýtanlegar. Þar fyrir utan er vínið vegan og inniheldur lítinn sykur, alltaf batnar það. Fyrirtækið áætlar að selja um 50 þúsund dósir í ár en hefur fjárfest í 65 tonnum af berjum og framleitt um 150.000 dósir nú þegar.