Undirrituð er einlægur áhugamaður um pítsugerð og dreymir heitt um að eignast alvöru eldofn út í garði. Því varð ég afar undrandi þegar fór að bera á fregnum af því að pítsur sem grillaðar eru á pítsusteini séu jafnvel betri en frænkur þeirra úr eldofni. Ef satt reynist boðar þetta byltingu fyrir allt áhugafólk um pítsugerð því þótt fæstir eigi eldofn þá leynist gott gasgrill í garðinum hjá flestum.
Þessi uppskrift hér kemur frá henni Berglindi Hreiðars á Gotteri.is en eins og alþjóð veit þá kann hún sitthvað fyrir sér í eldhúsfræðum.
Grillaðar pizzur
Aðferð:
Ég gerði þrjár mismunandi pizzur og hér fyrir ofan er pizza með mozzarella, tómötum og basiliku. Ég grillaði hana með pizzasósu, rifnum osti, mozzarellakúlum og tómötum og skar svo ferska basiliku á þegar hún kom af grillinu og dreifði yfir.
Það er síðan geggjað að setja góðar ólífuolíur á grillaðar pizzur þegar þær eru tilbúnar!
Svo gerði ég margaritu (með pizzasósu og osti) og setti síðan á hana kál/klettasalat, hráskinku og rifinn parmesanost. Toppað með góðri ólífuolíu!
Svo þessi típíska fyrir stelpurnar, pizzasósa, ostur, ananas og pepperoni. Oregano stráð yfir í lokin og hvítlauksolíu.