Salt getur verið gríðarlega gagnlegt

Vissir þú að salt er frábært til að hreinsa silfur?
Vissir þú að salt er frábært til að hreinsa silfur? mbl.is/Getty Images

Salt er eitt af þeim hráefnum sem við notum mikið í eldhúsinu en það getur einnig verið ómissandi við fleira en matargerð.  Hér má sjá sjö góðar ástæður fyrir því að salt ætti alltaf vera til í eldhússkápunum heima.

Hitakannan
Ertu með hitakönnu fyrir te eða kaffi sem er farin að lykta eða er mislit? Prófaðu að blana saman 1 msk. af lyftidufti og 1 msk. af grófu salti og fylltu könnuna með köldu vatni. Láttu könnuna standa með blönduna yfir nótt áður en þú þrífur hana eins og vani er.

Silfrið
Silfrið þitt verður glansandi á ný ef þú leggur álpappír í botninn á skál, setur 2-3 tsk af salti, silfrið sem á að þrífa og hellir sjóðandi heitu vatni yfir. Athugaðu að skálin þarf að þola heitt vatn. Láttu liggja í 10 mínútur og skolaðu vel áður en þú þurrkar af.

Súrir skór
Illa lyktandi skór geta tekið gleði sína á ný ef þú fyllir botninn á þeim með salti og geymir yfir nótt. Auðveldast er að ryksuga saltið upp daginn eftir.

Maurar
Eru maurar að angra þig? Maurar þola ekki salt og ef þú stráir salti þar sem þeir eiga til að halda sig, þá munu þeir bakka hratt út.

Kristalsglös
Kristalsglös verða svo skínandi og tandurhrein ef þú þværð þau upp úr saltvatni með smáveigis af natron.

Hreinsa sár
Við lendum öll í því á lífsleiðinni að þurfa hreinsa skítug sár. Það sem til þarf er 1 tsk salt á móti 1 litra af sjóðandi vatni. Best að er geyma slíka blöndu í kæli og taka út sirka tveim tímum fyrir notkun til að ná stofuhita. Saltvatn má geyma í allt að 24 tíma.

Þurr húð
Það má auðveldlega mýkja upp húðina næst þegar þú ferð í bað. 1 bolli af sykri í bland við smávegis af möndluolíu í baðið mun gera kraftaverk. Saltið hindrar að húðin dragi of mikið vatn í sig sem leiðir til þess að hún verður þurr.

Thinkstock
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert