Einföld grilluð pizza í steypujárnspönnu

mbl.is/Linda Ben

Við sögðum ykkur frá því að pítsusteinarnir væru að slá í gegn í góðviðrinu en við áttum alveg eftir að segja ykkur frá steypujárnspítsunum svokölluðu en þá er pítsan bökuð í steypujárnspönnu á grilli.

Að sögn Lindu Ben verður botninn stökkari með þessum hætti og pítsan verður í alla staði meira djúsí.

„Ég toppaði svo þessa pizzu með hvítlaukskryddosti. Ég elska kryddostana frá Örnu því þeir eru að sjálfsögðu mjög bragðgóðir og mér finnst þeir bráðna betur en aðrir kryddostar, svo finnst mér umbúðirnar frábærar, ég alveg elska að það sé hægt að loka þeim aftur,“ segir Linda Ben og ljóst er að allir verða að ná sér í steypujárn ef þeir eiga það ekki nú þegar.

Einföld grilluð pizza í steypujárnspönnu

  • Stór steypujárnspanna
  • Filippo Berio-ólífuolía
  • Pizzadeig
  • Hunt’s-pizzasósa
  • Rifinn ostur frá Örnu mjólkurvörum
  • Skinka
  • Pepperóní
  • Sveppir
  • Rauð paprika
  • Hvítlaukskryddostur frá Örnu mjólkurvörum

Aðferð:

  1. Kveikið á grillinu og stillið á háan hita
  2. Setjið u.þ.b. 1 msk. ólífuolíu á pönnuna, fletjið út pizzadeigið þannig að það er passi ofan í pönnuna, það er gott að hafa það þykkara við endana.
  3. Setjið sósuna á deigið og því næst vel af rifnum osti. Skerið áleggið niður og dreifið því yfir. Skerið hvítlauksostinn í bita og raðið yfir. Grillið á grillinu þar til pizzan er bökuð í gegn, osturinn bráðnar og pizzan er byrjuð að brúnast fallega (tími mismunandi eftir grillum og hitanum á grillinu).
  4. Setjið hvitlauks- eða chilli-olíu yfir kantana, takið pizzuna af pönnunni áður en þið skerið hana í sneiðar.
mbl.is/Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert