Hefur þú lent í því að vera með flösku sem þarf að opna en gleymdir upptakaranum heima? Þegar korktappinn liggur fastur í flöskuhálsinum og bubblurnar kalla, hvað er þá til ráða?
Ein leið er að notast við kveikjara! Þú heldur kveikjaranum upp að flöskuhálsinum og það líður ekki á löngu þar til tappinn poppast út. Passið bara að flaskan sé stöðug eða einhver haldi í flöskuna á meðan verknaðurinn fer fram.
Farið samt varlega ef þið prófið þetta.