Svona gerir þú Bernaise-borgara sem trylla lýðinn

mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

Það er fátt einfaldara og betra en að grilla hamborgara enda hefur sala á hamborgurum sjaldan verið meiri. Hér erum við með svaðalega útgáfu úr smiðju Berglindar Hreiðarsdóttur á Gotteri.is þar sem hún setur bernaise-sósu á borgarann og geri aðrir betur.

Bernaise-borgarar og kótelettuveisla

Hamborgarar

  • 4 stk. hamborgari + brauð
  • 1 pk. Toro bernaise-sósa
  • Bezt á borgarann krydd
  • 4 ostsneiðar
  • Kál, tómatar, paprika, rauðlaukur,
  • súrar gúrkur

Útbúið bernaise-sósu samkvæmt leiðbeiningum á pakka og leggið til hliðar, hrærið reglulega í henni á meðan annað er útbúið.

Grillið hamborgara, kryddið með vel af Bezt á borgarann og setjið ostsneið á hvert kjöt.

Skerið grænmetið niður og raðið að lokum á borgarann ásamt vel af bernaise-sósu.

mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert