Snjallasta leiðin til að þrífa salernið

Ilmandi klósettbomba er það sem við þurfum í heimilisþrifiin.
Ilmandi klósettbomba er það sem við þurfum í heimilisþrifiin. mbl.is/Nina Amanda Hjort Jensen & Pia Brixved

Það er leikur einn að búa til ilmandi bombur til að þrífa salernið, án þess að lyfta fingri í þeim verkum. Þú smellir einfaldlega einni heimagerðri bombu í klósettið og lætur hana leysast upp. Þrif og kalkhreinsir í sömu græjunni, búið til úr náttúrulegum efnum sem skaða ekki umhverfið.

Uppskrift að ilmandi salernisbombu

  • 3 dl matarsódi
  • 1 dl sítrónusýra
  • 50 dropar lavanderolía
  • 50 dropar piparmyntuolía
  • 50 dropar sítrónuolía

Aðferð:

  1. Blandið natroni og sítrónusýru í skál.
  2. Blandið olíunum þrem í lítinn spreybrúsa og spreyið í skálina á meðan þið blandið öllu varlega saman með höndunum. Athugið reglulega hvort massinn geti orðið að klumpi eða þannig að hann haldi sér saman. Ef þér finnst vanta meiri vökva í massann má setja 1 tsk. af vatni í brúsann og spreyja á þar til hann tekur sig.
  3. Setjið massann í sílíkonform og pressið vel í formið.
  4. Takið úr forminu næsta dag og geymið í þéttu íláti þar til bomban verður leyst í salerninu í næstu þrifum. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert