Að ryksuga er ekki það sama og að ryksuga - eða svona þannig. Það eru nefnilega nokkur trix sem þarf að kunna til að ryksuga almennilega og þetta er eitt þeirra.
Við höfum öll lent í því að missa eitthvað á gólfið, til dæmis lítinn eyrnalokk eða annað sem erfitt er að reka augun aftur á.
Eitt besta ráðið til að lenda ekki í því að ryksuga smáhlutinn óvart upp af gólfinu er að finna fram sokkabuxur. Þú smeygir sokkabuxunum niður í ryksugurörið og heldur þeim föstum með t.d. teygju. Síðan ryksugar þú eins og vaninn er og sokkabuxurnar munu grípa það sem þú leitaðir að.