Skotheld leið til að halda heimilinu hreinu

Ertu dugleg/ur að nýta eyðurnar á milli verkefna á heimilinu?
Ertu dugleg/ur að nýta eyðurnar á milli verkefna á heimilinu? mbl.is/@openforwinter / Twenty20

Það þarf ekki nema örfáar mínútur til að rétta heimilið aftur við. Við viljum öll leggjast niður eftir annasaman dag með fætur upp í loft og ekki lyfta fingri, en við komumst bara ákveðið langt á því. Hér eru nokkur atriði sem má planta á bak við eyrað:

  • Á meðan þú situr yfir litlum rassálfum í baði eða ert að bíða eftir að vatnið fylli karið er upplagt að nota tímann og renna aðeins yfir vaskinn, taka til í baðherbergisskúffunni eða skápunum – þurrka af borðplötunni eða jafnvel þrífa klósettið.
  • Á meðan ofninn inn í eldhúsi er að hitna skaltu nýta tímann og tæma uppþvottavélina, moppa yfir gólfið eða henda gömlum mat úr ísskápnum.
  • Ef þú býrð í húsi á tveimur hæðum skaltu alltaf taka eitthvað með þér sem á heima á hæðinni fyrir ofan eða neðan – nýta allar ferðir.
  • Þurrkaðu af heima hjá þér næst þegar þú endar í síma-tjatti við góðan vin. Þú munt þakka sjálfum þér fyrir að hafa notað þennan klukkutíma eða hvað það er í að gera eitthvað gagnlegt í leiðinni.
  • Brjóttu saman þvottinn á meðan uppáhaldsþátturinn þinn keyrir í sjónvarpinu. Hver segir að við getum ekki gert tvo hluti í einu?
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert