KEA skyr kynnir spennandi og sykurminni nýjungar

Fyrri nýjungin af tveimur er nýtt tveggja laga KEA skyr …
Fyrri nýjungin af tveimur er nýtt tveggja laga KEA skyr þar sem hreint og silkimjúkt skyrið liggur ofan á bragðgóðum ávöxtum í botni dósarinnar. mbl.is/MS

Eins og greint var frá hér á matarvefnum á dögunum fagnar KEA skyr 30 ára afmæli um þessar mundir og af því tilefni voru umbúðirnar endurhannaðar á afar smekklegan og stílhreinan hátt. Þrjár sígildar og vinsælar bragðtegundir fengu nýtt útlit en í tilefni stórafmælisins var jafnframt ákveðið að bjóða neytendum upp á spennandi nýjungar sem munu án efa hitta í mark hjá skyrunnendum landsins.

Fyrri nýjungin af tveimur er nýtt tveggja laga KEA skyr þar sem hreint og silkimjúkt skyrið liggur ofan á bragðgóðum ávöxtum í botni dósarinnar. Til að byrja með verða tvær bragðtegundir í boði, með mangó í botni og með jarðarberjum í botni. Þessar tegundir eru fullkomnar fyrir alla sem vilja hræra aðeins upp í hlutunum og prófa eitthvað nýtt. Hér er viðbættum sykri haldið í lágmarki en í hverjum 100 g er einungis 4 g viðbættur sykur.

Seinni nýjungin er kolvetnaskert KEA skyr sem hentar núverandi og verðandi skyrunnendum sem vilja draga úr neyslu kolvetna án þess að gefa neinn afslátt af góðu bragði. Hér hefur fólk val um þrjár bragðtegundir, vanillu, jarðarberja og banana og það er svo kaffi- og vanilluskyrið sem setur punktinn yfir i-ið en það er væntanlegt í verslanir á næstu vikum. Kolvetnaskert KEA skyr inniheldur engan viðbættan sykur, einungis sykur frá náttúrunnar hendi (mjólkur- og ávaxtasykur) og sætuefnum er haldið í algjöru lágmarki.

Seinni nýjungin er kolvetnaskert KEA skyr sem hentar núverandi og …
Seinni nýjungin er kolvetnaskert KEA skyr sem hentar núverandi og verðandi skyrunnendum sem vilja draga úr neyslu kolvetna án þess að gefa neinn afslátt af góðu bragði. mbl.is/MS
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert