Eldhúsrúllur eru eflaust ein mesta snilldaruppfinning fyrir eldhússtörfin. Við erum öll vön því að grípa í rúlluna þegar eitthvað sullast niður eða til að þurrka nýþvegið grænmeti. En það eru nokkur atriði sem eldhúsrúllan má alls ekki láta sjá sig á.
Gleraugu
Gleraugu í dag eru orðin voða tæknileg og flott en þau geta auðveldlega rispast ef þú notar eldhúsrúllu til að þurrka glerið. Notaðu alltaf mjúkan klút til að pússa gleraugun þín.
Trémublur
Það getur verið freistandi að þurrka af lökkuðum tréhúsgögnum með eldhúsrúllunni en hún getur í raun skemmt lakkið. Notaðu frekar örtrefjaklút eða annan mjúkan klút fyrir húsgögnin.
Raftæki
Það er rétt! Eldhúsrúlluna má ekki nota á glerið á símunum okkar. Notaðu frekar mjúkan klút til þess.
Blettur á teppinu
Helltist eitthvað niður? Ekki hendast á gólfið með eldhúsrúlluna undir hendinni, það mun bara gera hlutina verri. Finndu fram hreint viskastykki og leggðu það á blettinn og alls ekki nudda. Leyfðu mesta rakanum að draga sig inn í viskastykkið.
Svartar flíkur
Passaðu þig að þurrka ekki af svörtu blússunni þinni með eldhúsrúllu, það mun bara skilja eftir stærri vandamál.