Lengir súkkulaði lífið?

Súkkulaði er allra meina bót.
Súkkulaði er allra meina bót. mbl.is/Jamie Oliver

Eina stærstu súkkulaðiþjóð í heimi má finna í Sviss. Þar lifa menn lengur en nokkrir aðrir í heiminum á meðan konurnar þar í landi eru í sjötta sæti yfir langlífi. Miðað við ást þeirra á súkkulaði, getur það þá þýtt að súkkulaði lengi lífið?

Þegar öllu er á botninn er hvolft snýst þetta allt um súkkulaðitegundina og hversu oft þú borðar súkkulaði. 70% súkkulaði er talið það besta, því í kakói eru efni sem þykja gegna mikilvægu hlutverki og eiga að draga úr hjartasjúkdómum – því dekkra sem súkkulaðið er, því betra. Eins ef þú matreiðir með gæða kakódufti, þá ertu í góðum málum, án alls viðbætt sykurs eða fitu.

Samkvæmt rannsókn sem gerð var á miðaldra konum í Svíþjóð, þá kom í ljós að þær sem neyttu súkkulaðis í hæfilegu magni voru með lægri hjartabilun en aðrar konur. Mesti munurinn var að sjá hjá konum sem borðuðu 1-2 súkkulaðistykki á viku. Svo það lítur út fyrir að súkkulaði geti spilað stórt hlutverk í átt að bættri heilsu og jafnvel að bættu mataræði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert