Grillaður maís er með betra meðlæti sem hægt er að fá af grillinu en það þarf að vanda til verka. Hér er Berglind Hreiðars á Gotteri.is með grillaðan maís sem smurður er með hvítlauksmajónesi áður en hann er grillaður. Hljómar spennandi og vel þess virði að prófa.
Meiriháttar maís með majónesi
- 6 stk. ferskir maísstönglar
- 6 msk. Hellmann‘s Roasted Garlic Mayo
- salt, pipar og paprikuduft
- rifinn parmesanostur
- saxaður ferskur kóríander
- límóna til að kreista yfir
Aðferð:
- Sjóðið maísinn í 5-7 mínútur, takið úr pottinum og leyfið vatninu að gufa upp.
- Smyrjið síðan hvern kólf vel með hvítlauksristuðu majónesi frá Hellmann og kryddið eftir smekk.
- Grillið skamma stund allan hringinn til að fá smá grillbragð, hér bráðnar majónesið vel inn í maísinn.
- Takið af grillinu, stráið rifnum parmesanosti yfir, ferskum kóríander og kreistið límónusafa yfir hvern maískólf.
mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir