Fékk ekki eitt einasta lúsmý-bit

Steinunn Ósk Brynjarsdóttir.
Steinunn Ósk Brynjarsdóttir. mbl.is/

Einn helsti lúsmýsérfræðingur landsins er hárgreiðslusnillingurinn Steinunn Ósk Brynjarsdóttir sem kom nýverið úr útilegu án þess að fá eitt einasta bit þrátt fyrir að vera umkringd flugunum hræðilegu sem eru að gera landanum lífið leitt.

Að sögn Steinunnar tók hún undirbúninginn fyrir ferðina á næsta stig. „Við erum nýbúin að kaupa tjaldvagn og ég þvoði öll sængurföt og setti lavenderdropa í þvottavélina. Síðan var ég með úðabrúsa þar sem ég var með vatn og lavenderdropa blandað saman sem ég úðaði reglulega yfir svæðið. Ég fór í apótek og keypti eitthvað flugnafælu armband sem á víst að virka og svo var ég með viftu. Ekki má heldur gleyma flugnafælunni frá Chicco sem ég hef tröllatrú á,” segir Steinunn sem bætir því við að fjölskyldan hafi farið í utanlandsferð með téða flugnafælu og ekki fengið eitt einasta bit fyrr en fælunni var pakkað ofan í tösku.

mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert