Rabarbarabitar sem bráðna í munni

mbl.is/Ragna

Nú er rabarbarinn víða orðinn tilbúinn og því ekki úr vegi að gera sem mest úr honum í mat og drykk. Hér er uppskrift frá Rögnu sem segir að um sé að ræða nokkuð óvenjulega útgáfu af rabarbaraköku því í raun séu þetta bitar eða stykki. Séu þeir skornir í litla bita geymist þeir vel í nokkra daga í lokuðu boxi sem gerir þetta að hinu fullkomna útilegu- eða sumarbústaðarsnarli. Matarbloggið hennar Rögnu er hægt að nálgast HÉR.

Rabarbarabitar sem bráðna í munni

(passar í 33x23x skúffukökuform) 
  • 130 gr hakkaðar möndlur (með hýði eða ekki)
  • 415 gr. hveiti
  • 1½ tsk. salt
  • 80 ml kalt vatn
  • 200 gr. sykur
  • 300 gr. smjör
  • 1 msk. vanillusykur (má sleppa ef hann er ekki til)
  • 500 gr. fínt skorinn rabarbari (ca 1 l) - má vera meiri ef þið viljið.

Aðferð: 

-Ef þið eruð ekki með hakkaðar möndlur þá getið þið byrjað á að mala heilar möndlur í matvinnsluvélinni áður en þið byrjið á deiginu. Ekki mala þær of fínt, þið viljið hafa bita í blöndunni en ekki gera möndlumjöl 

-Setjið hveiti og salt í matvinnsluvélina, skerið kalt smjör nýkomið úr ísskápnum í bita og púlserið smjörið saman við hveitiblönduna þannig að það séu þó enn þá einhverjir smjörbitar eftir

-Skiptið hveiti- og smjörblöndunni í tvennt til þess að gera svo tvenns konar deig. 

<strong>Deig nr 1.: </strong>

Setjið hana aftur í matvinnsluvélina, bætið 80 ml af ísköldu vatni út í í mjórri bunu og vinnið saman í deig. Takið deigið úr vélinni, fletjið það út í þykkan disk, pakkið inn í matarfilmu og setjið í 10-15 mínútur inn í frysti. 

<strong>Deig nr 2. :</strong>

Setjið saman við hana sykur, vanillusykur og möndlur og klípið saman þannig. 

-Skerið rabarbarann

-Setjið smjörpappír í skúffukökuformið 

-Fletjið út deig nr 1 og leggið í botninn á forminu.

-Dreifið rabarbaranum yfir 

-Deifið deigi nr 2. yfir rabarbarann (ég notaði ekki alveg allt deigið) 

Setjið á næst neðstu hilluna í ofninum í 55-60 mínútur á 190°C 

Þegar bitarnir eru tilbúnir, takið þá út úr ofninum og færið úr forminu og látið kólna á borði eða bretti. 

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

mbl.is/Ragna
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert