Við erum nokkuð viss um að ansi margir Íslendingar elska að leyfa sólinni leika um kroppinn á meðan hún situr hvað hæst á lofti. Við getum jafnvel orðið soldið gráðug í D-vítamínið og eigum það til að sólbrenna ef við erum ekki dugleg að maka á okkur vörn eða taka pásur frá sólinni.
Ef þú svo óheppilega lendir í því að brenna húðina eru hér nokkur einföld ráð til að fara eftir. Annars er best að muna eftir sólarvörninni til að geta notið sumardaganna sem best.