Þetta eru stærstu mistökin er við þvoum þvott

Ert þú með þvottaráðin á hreinu?
Ert þú með þvottaráðin á hreinu? mbl.is/iStock

Við sem stöndum þvottavaktina á heimilinu höfum gert þessi mistök (ef mistök má kalla) oftar en einu sinni.

Þú stendur frammi fyrir því að hafa sullað niður á þig mat eða drykk og kemur flíkinni á methraða inn í þvottavél til að ná blettinum úr. En það þykir ekki vera besta ráðið í stöðu sem þessari, því snúningur í vélinni getur fengið blettinn til að sitja ennþá fastar í fíkinni.

Til að koma í veg fyrir að flíkin fá í sig fastan blett, ber að hafa eftirfarandi í huga:

  • Byrjaðu á því að þurrka allan vökva með eldhúsrúllu.
  • Þú getur strokið blettinn varlega með hvítu ediki hafir þú fengið kaffi, te eða grasgrænku í fötin.
  • Þvoðu flíkina samkvæmt leiðbeiningum.
  • Gangi þér vel!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert