Súkkulaðikakan sem Albert segir himneska

mbl.is/Albert Eiríksson

Sumt í þessu lífi er fremur einfalt. Eins og þegar Albert Eiríksson lýsir því yfir að kaka sér himnesk þá vitum við að þetta er kaka sem vert er að prófa. 

Uppskriftin, sem kemur frá Signýju Jónu Hallgrímsdóttur, birtist í dagblaði fyrir nokkrum árum og er, að sögn Alberts, algjörlega skotheld og slær alltaf í gegn.

Matarbloggið hans Alberts er hægt að nálgast HÉR.

Himnesk súkkulaðikaka

  • 1 dl sterkt lagað kaffi
  • 100 g hrásykur
  • 100 g sykur
  • 200 g smjör
  • 300 g suðusúkkulaði í bitum (má vera 70%)
  • 4 egg
  • 1 dl hveiti

Setjið kaffið í pott og hitið aðeins. Blandið sykri, súkkulaði og smjöri saman við og bræðið allt saman á vægum hita þannig að blandist vel.
Hrærið eggjum vel saman við blönduna. Að síðustu er hveitið sett út í.
Klæðið lausbotna kökuform (u.þ.b. 22 cm í þvermál) með bökunarpappír. Hellið blöndu í formið og bakið kökuna í um það bil 1 klst. við 170°C.
Kakan er frekar blaut í sér og bæði góð volg sem köld. Gott er að bera ávexti og þeyttan rjóma fram með henni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert