Ekki drekka vatn eftir að hafa borðað chili

Hefurðu bitið í chili og munnurinn hefur logað á eftir?
Hefurðu bitið í chili og munnurinn hefur logað á eftir? mbl.is/iStockphoto

Það er ekki auðvelt að vita hvernig maður eigi að bregðast við eftir að hafa borðað eitthvað rosalega sterkt og munnurinn stendur í ljósum logum. Svitinn lekur niður andlitið og það rennur niður úr nefinu. Þá er freistandi að grípa í næstu vatnsflösku sem er það versta sem þú getur gert í stöðu sem þessari.

Það sem gerir chili svona sterkt er efnið „capsaicin“ sem einnig má finna í jalapenjo. Capsaicin er litlaust og situr í innanverðum ávöxtinum. Og þegar efnið kemst í snertingu við bragðlaukana okkar þá brýst fram þessi sterka (brennandi) tilfinning í munninum.

Um leið og þú bítur í eitthvað sterkt fara skilaboð út í taugakerfið um eitthvað óþægilegt. Það sama gerist ef þú bítur í eitthvað sætt eða súrt. Í þessu ástandi mun líkaminn gera allt til að skipta þessum óþægindum út og það er þess vegna sem sem við byrjum að svitna og jafnvel fella tár. Því meira capsaicin sem finnst í matnum, því sterkari verða viðbrögð líkamans.

Capsaicin samanstendur af ekki-pólýskum sameindum sem þýðir að það leysist bara upp við hjálp frá öðrum ekki-pólýskum sameindum. Vatn samanstendur á pólýskum sameindum og er þess vegna ekki besti kosturinn. Aftur á móti eru mjólk og aðrar mjólkurvörur fullkomnar ef þú færð brunatilfinningu eftir chiliát þar sem þær innihalda ekki-pólýskar sameindir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert