Gamla góða baunasalatið að hætti Evu Laufeyjar

mbl.is/Eva Laufey

Hver elsk­ar ekki al­vöru sal­at? Þessi gömlu góðu sem eru ekk­ert að flækja hlut­ina? Hér er upp­skrift að bauna­sal­ati eða hangi­kjöts­sal­ati eins og marg­ir myndu kalla það. Ekk­ert vesen - bara 100% ekta sal­at. 

Það er Eva Lauf­ey sem heiður­inn að þessu sal­ati en mat­ar­bloggið henn­ar er hægt að nálg­ast HÉR.

Gamla góða baunasalatið að hætti Evu Laufeyjar

Vista Prenta

Bauna­sal­at

  • 2 – 3  dl maj­ónes
  • 1 bréf hangi­kjöt
  • 1 dós niðursoðnar baun­ir og gul­ræt­ur
  • ½ tsk sítr­ónupip­ar
  • 2 egg
  • Skons­ur frá Ömmu­bakstri

Aðferð:

  1. Sjóðið egg­in og kælið.
  2. Skerið niður hangi­kjötið í litla bita.
  3. Blandið öll­um hrá­efn­um sam­an í skál og kryddið með sítr­ónupip­ar. Ég setti 2 dl af maj­ónesi í þessa upp­skrift en fékk ábend­ingu að það mætti al­veg vera meira og þess vegna setti ég 2 – 3 dl þar sem þetta er smekks­atriði.
  4. Kælið sal­atið áður en þið berið það fram. Ég elska þetta sal­at á skons­um! Íslenskt og gott.
mbl.is/​Eva Lauf­ey
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert