Ertu búinn að taka ofninn í gegn nýlega? Ef ekki, þá skaltu prófa þetta næst – að hita hann áður en þú byrjar.
Við erum ekki að segja að þú eigir að hita ofninn í botn og brenna þig á fingrunum með tuskuna á lofti. En það er einfaldara að þrífa volgan ofn en kaldan.
Stillið ofninn á 250°C í 10-15 mínútur og slökkvið svo á honum. Úðið eða makið hreinsiefni inn í ofninn og látið standa í 20 mínútur. Skrúbbið með mjúkum bursta og notið svamp og tusku til að þrífa innan úr ofninum og ofninn verður skínandi hreinn.