Ómótstæðilegar marsípan bollakökur með brjómberja smjörkremi

mbl.is/Linda Ben

Haldið ykkur fast því þessi bollakökuuppskrift gæti kollvarpað hugmyndum ykkar um bollakökur almennt og hvernig þær eiga að vera. Það segir sig sjálft að þegar maríspan, vanilla, möndlur og brómber fara í ferðalag þá verður það veisla fyrir bragðlaukana. 

Það er hin eina sanna Linda Ben sem á heiðurinn að þessri snilld en matar bloggið hennar er hægt að nálgast HÉR.

Mjúkar en klessulegar marsípan bollakökur með silkimjúku brómberja smjörkremi

  • 250 g marsípan
  • 250 g smjör
  • 150 g sykur
  • 1/4 tsk möndludropar
  • 1/4 tsk vanilludropar
  • 6 stór egg
  • 150 hveiti
  • 1½ tsk lyftiduft

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 170°C
  2. Rífið marsípaninn niður, hrærið sykurinn, smjörið og dropana saman við.
  3. Eitt egg er sett út í blönduna í einu, blandað mjög vel saman á milli og þeytt vel í restina.
  4. Að lokum er hveitinu og lyftiduftinu bætt út í og bandað varlega saman við.
  5. Setjið pappírs bollakökuform í álbakka og fyllið formið upp 2/3. Bakið í miðjum ofni í u.þ.b. 10-12 mín.

Brómberja smjörkrem

  • 300 g smjör við stofuhita
  • 600 g flórsykur
  • 2 dl brómber
  • ½ dl rjómi
  • Fersk brómber sem skraut (u.þ.b. 20 ber)

Aðferð:

  1. Ef brómberin eru frosin, setjið þau í pott og afþýðið á vægum hita, klessið þau í pottinum til að ná sem mestum safanum úr þeim. Ef berin eru fersk er nóg að kreysta þau beint.
  2. Hrærið smjör og flórsykur afskaplega vel saman þangað til blandan er orðin mjög létt og ljós, nánast alveg hvít.
  3. Bætið bróberjunum út í ásamt rjómanum og þeytið áfram vel og lengi þar til blandan er aftur orðin mjög létt og ljós.
  4. Setjið stóran hringlaga stút ofan í sprautupoka og fyllið pokann af kremi, sprautið á kökurnar þegar þær hafa náð stofuhita og skreytið með ferskum brómberjum.
mbl.is/Linda Ben
mbl.is/Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert