Justin Bieber kemur glötuðum frostpinnum aftur á markað

Justin Bieber „tísti“ á Twitter og kallinu var svarað.
Justin Bieber „tísti“ á Twitter og kallinu var svarað. mbl.is/musicfeeds.com.au

Einn vinsælasti frostpinni allra tíma er kominn aftur og þökk sé Justin Bieber. Ísinn hvarf af markaði árið 1986 þar sem mæður landsins kvörtuðu yfir sóðaskapnum þegar krakkarnir borðuðu ísinn og voru þær orðnar þreyttar á að þrífa upp eftir krakkana sína eftir á. Salan dróst saman og ísinn hvarf af markaðnum.

En Justin Bieber varpaði nýverið fram spurningu á Twitter sem margir hafa velt fyrir sér, hvað varð eiginlega um Popsicle Double Pops? Hann sagðist þurfa fá þessa frostpinna aftur inn í líf sitt og birti mynd með. Framleiðendur Popsicle voru ekki lengi að bregðast við ósk Bieber og sögðust athuga hvað þeir gætu gert í málunum.

Áður en varði birti Popsicle mynd á Twitter þar sem þeir auglýsa tvöföldu íspinna-ánægjuna í takmarkaðan tíma. En á sama tíma segjast þeir koma með ísinn aftur á varanlegan markað ef þeir nái 100 þúsund endur-tístum fyrir lok júlímánaðar – sem var lítið mál. Allt Bieber að þakka.

Eitt „tíst“ frá Bieber og Popsicle er komið aftur á …
Eitt „tíst“ frá Bieber og Popsicle er komið aftur á markað eftir 30 ára hlé. mbl.is/Twitter
mbl.is/Twitter
mbl.is/Frederick M. Brown /Getty
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert