Skyrkökur eru uppfinning sem þakka má fyrir daglega því þær gera lífið svo miklu miklu betra. Svo eru þær líka eiginlega hollar þannig að í raun má borða þær við hvert tilefni án þess að það endi illa.
Þessi kaka kemur úr smiðju Berglindar Hreiðars á Gotteri.is sem er flinkari en flestir við að baka og ber kakan þess glöggt vitni.
Skyrkaka Heiðu
- 1 pk LU bastogne kex
- 50 g smjör
- 500 g KEA bláberja- og jarðaberjaskyr
- 500 ml rjómi
- 70 g saxað suðusúkkulaði
- Bláber og jarðaber (um 125 g af hvoru)
Aðferð
- Myljið kexið niður (í poka með kökukefli eða í matvinnsluvél) og bræðið smjörið á pönnu og blandið smjörinu saman við kexmylsnuna.
- Leggið mulið kexið í botninn á krúsinni, ýtið aðeins upp á kantana og leyfið að kólna alveg.
- Þeytið rjómann og bætið skyrinu svo varlega útí með sleif þar til vel blandað.
- Setjið skyr- og rjómablönduna ofan á kexið.
- Stráið söxuðu suðusúkkulaði yfir skyrblönduna og að lokum berjunum.
- Kælið í um 1-2 klukkustundir áður en borið er fram, jafnvel yfir nótt.
mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir