Borðum við því við erum svöng eða af því að okkur líður vel eða illa? Erum jafnvel stressuð eða leið! Sum okkar erum tilfinningalega tengd mataræðinu og sveiflumst fram og til baka með hvað við látum ofan í okkur.
Við borðum of mikið
Við getum átt það til að borða yfir okkur til að deyfa ákveðnar tilfinningar. Þegar þér finnst þú þurfa að borða af annarri ástæðu en hungri einu saman, dragðu þá djúpt inn andann og settu athyglina á andardráttinn. Taktu eftir því hvort þú sért svangur/svöng í raun og veru og hvað það er nákvæmlega sem þig langar í. Farðu jafnvel úr því umhverfi sem þú ert staddur/stödd í og drekktu stórt glas af vatni. Leiddu hugann að því sem þú ert þakklát/ur fyrir akkúrat á þessu augnabliki.
Núvitund
Það er gott að staldra aðeins við og leiða hugann að því sem er að gerast í kringum okkur. Vera í núinu. Hér eru nokkur atriði sem hafa má í huga þegar við erum að borða til að njóta betur matarins.