Stórmerkilegar staðreyndir um tengsl svefns og kíví

Finnst þér kíví góður? Þá skaltu narta í hann fyrir …
Finnst þér kíví góður? Þá skaltu narta í hann fyrir háttinn í stað þess að detta í snakkpokann. mbl.is/simple.wikipedia.org

Ef þér finnst gott að fá þér eitthvað smá kvöldsnarl, þá skaltu fá þér kívi.

Rannsókn hefur verið gerð á svefni og kíví og í ljós kom að þeir sem borðuðu tvo kíví um klukkustund fyrir háttatíma áttu auðveldara með að sofna. Í raun voru það 35 prósent sem sofnuðu hraðar og 13 prósent þeirra sem tóku þátt, sváfu lengur.

Ástæðan gætu verið andoxunarvítamínin C og E sem hjálpa til við að senda taugaboð til heilans, eða hversu hátt serótónín finnst í ávextinum. Hvor sem er, þá er kíví alltaf betri kostur en snakkpokinn.

Mynd/Thinkstock.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert