Við erum ekki að biðja þig um að draga fram lime og tonic – en vodkaflöskuna viljum við sjá við næstu þrif.
Vodka kemur ekki bara við sögu á góðu laugardagskvöldi þar sem það getur þrifið rúmdýnuna þína betur en nokkuð annað búðarkeypt hreinsiefni. Alkóhólið í vodkanu drepur lyktandi bakteríur ásamt því að sótthreinsa dýnuna þína.
Það eina sem þú þarft að gera er að hella vodka í úðabrúsa og úða því jafnt yfir dýnuna. Leyfðu því alveg að þorna áður en þú setur hreint lak og nýtt á sængurnar. En þessi aðferð á einnig við um áklæði á sófum og jafnvel fatnaði svo eitthvað sé nefnt.