Algjörlega stórkostlegur rabarbarakokteill

Rabarbaradrykkur af bestu gerð - fyrir fullorðna.
Rabarbaradrykkur af bestu gerð - fyrir fullorðna. mbl.is/© Anders Schønnemann

Halló rabarbari! Það eru ógrynni til af geggjuðum uppskriftum sem rabarbari er að gefa okkur. Þessi er engin undantekning og er í vökvaformi fyrir fullorðna. 

Hinn eini sanni rabarbaradrykkur (fyrir 4)

  • 200 g hreinsaður rabarbari
  • 3 dl vatn
  • 100 g sykur

Drykkur:

  • 6 cl rabarbarasíróp (sjá uppskrift hér fyrir ofan)
  • 12 cl gin
  • 12 cl þurrt vermouth
  • Safi úr ½ sítrónu
  • Klaki
  • 2 ferskir rabarbarastilkar

Aðferð:

  1. Síróp: Skerið rabarbarann í litla bita og setjið í pott með vatni. Látið sjóða í 15 mínútur.
  2. Síið safann frá og takið rabarbarann upp úr. Setjið safann aftur ofan í pottinn ásamt sykri. Látið sjóða í 20 mínútur þar til hann þykknar, en hann á ekki að vera of þykkur.
  3. Hellið sírópinu í flösku. Ef ykkur finnst vökvinn of þykkur má þynna hann út með vatni.
  4. Drykkurinn: Blandið rabarbarasírópi saman við gin og vermouth og smakkið til með sítrónusafa.
  5. Berið fram í glasi með klaka og rabarbarastilkum sem skornir eru í mjóa strimla.
mbl.is/© Anders Schønnemann
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert