Við viljum alls ekki henda neinum mat og reynum að nýta hann sem allra best. Líka þann mat sem við höldum að sé best geymdur í ruslinu.
Næst þegar þú ætlar að henda lime, sítrónu eða appelsínu, skaltu hugsa um þetta hér. Taktu ávöxtinn og rífðu börkinn með rifjárni. Pressaðu síðan safan úr t.d. appelsínunni og blandaðu saman safanum og rifna berkinum. Helltu síðan vökvanum í klakamót og settu í frysti.
Þannig muntu alltaf eiga til frískandi ísmola sem henta bæði í kaldar sósur, vatnsflöskuna eða kokteilinn.