Þó að sumarið sé hæst á lofti fáum við að reka nefið inn hjá IKEA og sjá hvað er væntanlegt í haust, eða nánar tiltekið í október. Keramík, pappírslampar, kollur og ný munstur í textíl er á meðal þess sem við sjáum – og allt á hóflegu verði eins og IKEA einum er lagið.
Falleg keramík sem bæði má nota sem könnu í eldhúsið eða sem fallegan blómavasa.
mbl.is/IKEA
Þessar framhliðar á innréttingunni heita Bodap og eru framleiddar úr gömlum plastflöskum. Liturinn er einstaklega smart og höldurnar líka.
mbl.is/IKEA
Þríhyrndur kollur sem kallast „Kyrre“. Þessi bíður upp á að fá smá lit á sig og fá líf t.d. sem hliðarborð.
mbl.is/IKEA
Pappírslampar hafa verið meira og meira áberandi síðustu misseri og hér er einn stór og flottur sem verður væntanlegur í október.
mbl.is/IKEA
Kanínur og ber! Er hægt að biðja um krúttlegra munstur fyrir yngstu kynslóðina. Munstrið verður fáanlegt á teppi, sængurverum og taubleyjum.
mbl.is/IKEA