Bleikt eldhús í stórglæsilegu húsi

mbl.is/© Anitta Behrendt

Í 220 fermetrum hefur fimm manna fjölskylda nostrað við hvern krók og kima í stórglæsilegu húsi í Kaupmannahöfn. Húsið er frá árinu 1927 og hefur að geyma bleikt eldhús.

Þegar húsráðendur leituðu til eldhúsframleiðandans Reform til að panta  eitt stykki hvítt eldhús, þá kíktu þau aðeins yfir bæklinginn þeirra aftur og tóku algjöran viðsnúning. Bleiklitað eldhús stal hjarta þeirra og fékk þau til að snúast hugur.

Þau voru þau fyrstu til að panta bleikt eldhús og það var ekki fyrr en eldhúsið kom heim í allri sinni mynd að þau fengu „sjokkið“. Það var allt annað að sjá heila eldhúsinnréttingu í mildum bleikum tón beint fyrir framan sig en að sjá litla litaprufu. En liturinn og hönnunin smellpassar restinni af húsinu og eru þau hæstánægð með valið.

Við leyfum fleiri myndum frá þessu fagra heimili að fylgja hér með fyrir neðan.

Fyrir þá sem þora! Ljósbleikt og ofboðslega fagurt eldhús frá …
Fyrir þá sem þora! Ljósbleikt og ofboðslega fagurt eldhús frá Reform. mbl.is/© Anitta Behrendt
Grafískt munstur í gólfi á móti kvenlegu eldhúsi skapar góða …
Grafískt munstur í gólfi á móti kvenlegu eldhúsi skapar góða kontrasta. mbl.is/© Anitta Behrendt
Borðstofuborð og stólar eru frá Carl Hansen & Søn og …
Borðstofuborð og stólar eru frá Carl Hansen & Søn og lampinn er frá Bestlite. mbl.is/© Anitta Behrendt
Lítið innskot er notað sem eldhúskrókur þar sem fjölskyldan snæðir …
Lítið innskot er notað sem eldhúskrókur þar sem fjölskyldan snæðir oftast morgunmatinn. Bekkirnir eru frá Hübsch, kertastjaki og vasi eru frá Søstrene Grene og búkkinn frá HAY. mbl.is/© Anitta Behrendt
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert