Húrra gengið opnar veitingastað

Sindri Snær Jensson hjá Húrra Reykjavík er einn eigenda Yuzu …
Sindri Snær Jensson hjá Húrra Reykjavík er einn eigenda Yuzu sem opnar í september. Árni Sæberg
<div>Þrátt fyrir váleg tíðindi undanfarið af lokun veitingastaða í miðborginni er ekkert lát á nýjum stöðum. </div><div></div>

Skemmst er að minnast fregna af áætunum Ásgeirs Kolbeinssonar um opnun nýs staðar á Hverfisgötunni en hann er ekki sá eini sem hyggur á nýja landvinninga því í september opnar hamborgarastaðurnn Yuzu á Hverfisgötu 44. Að sögn heimildamanna verður áherslan lögð á hamborgara og smárétti og mun matargerðin vera sterklega undir austurlenskum og þá ekki síst japönskum áhrifum. 

Mennirnir á bak við Yuzu eru þeir Sindri Snær Jensson og Jón Davíð Davíðsson en þeir reka verslunina Húrra Reyjavík og eru í eigendahópi pítsustaðarins Flatey á Granda og Hlemmi mathöll. 

<div>Yfirkokkur verður enginn annar en Haukur Már Hauksson sem var áður yfirkokkur á Grillarkaðinum og starfaði jafnframt á Zuma í London sem leggur áherslu á nútíma japanska matargerð. </div><div></div><div></div><div> <div>Það eru því spennandi tímar fram undan í íslenska veitiningageiranum þrátt fyrir að margir góðir staðir hafi lagt upp laupana undanfarið.</div> </div>
Pítsustaðurinn Flatey hefur notið mikilla vinsælda og ljóst er að …
Pítsustaðurinn Flatey hefur notið mikilla vinsælda og ljóst er að íslenskir hamborgaraunnendur eiga spennandi tíma í vændum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert