Tæknin er stórkostleg! Sérstaklega þegar hún færir okkur brakandi ferskt salat eins og við viljum hafa það, án nokkurrar milligöngu.
Megum við kynna Sally, sjálfsali sem útbýr fyrir þig salat dagsins á mettíma. Hún er örlítið stærri en venjulegur hraðbanki og geymir stóran glugga sem hægt er að skyggnast inn um á hráefnið. Þú getur valið salat eftir matseðli eða sett saman þitt uppáhald á einum snertiskjá. Og það allra besta er, að þú sérð samstundis á skjánum hversu margar kalóríur þú ert að velja í þitt salat.
Kelly Olazar, kokkur fyrirtækisins Chowbotics sem framleiðir Sally, segir vélina vere besti starfsmaður sem þú getur fundið. Hún sefur aldrei, tekur ekki frí og er nánast aldrei „veik“.
Sally má finna á yfir 50 stöðum víðsvegar um Bandaríkin en þeir sem hafa átt leið um t.d. San Francisco, hafa kannski rekist Sally einhversstaðar á götuhorni þar sem hún er uppruninn.
Sjálfsalinn hefur slegið gífurlega í gegn sérstaklega á spítölum þar í landi ásamt flugvöllum og skólum.