Svona endurnýtir Nespresso kaffihylkin

Kaffihylkin frá Nespresso hafa fengið nýtt líf!
Kaffihylkin frá Nespresso hafa fengið nýtt líf! mbl.is/Nespresso

Nú getur þú drukkið kaffi Nespresso með góðri samvisku þar sem hylkin hafa fengið nýtt hlutverk – ef þú fargar þeim ekki í ruslið þar að segja.

Hylkin eru framleidd úr áli sem má endurnýta og það hefur Nespresso svo sannarlega gert í samvinnu við sænska hjólaframleiðandann Vélosophy. Og útkoman eru splúnkuný hjól - RE‘CYCLE!

Fyrir hvert hjól sem selst þá gefa Vélosophy og Nespresso, eitt hjól til góðgerðarmála. Þannig í hvert skipti sem einhver kaupir hjól, þá fær skólastelpa í Ghana annað hjól. En rannsóknir hafa sýnt fram á að í hvert skipti sem skólastelpa í þróunarlandi fær hjól í hendurnar, þá eykst mæting hennar  í skóla um 30% og framför í námsárangri um 60%.

Samstarfsverkefni Vélosophy og Nespresso hefur gengið vonum framar. Kaffihylkin eru …
Samstarfsverkefni Vélosophy og Nespresso hefur gengið vonum framar. Kaffihylkin eru nú endurunnin og útkoman er hjól. mbl.is/Vélosophy_Nespresso
mbl.is/Vélosophy_Nespresso
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert