Ómótstæðilegur pastaréttur Titu Paz

mbl.is/María Gomez

Hér erum við með enn eina dá­semd­ina úr smiðju Maríu Gomez. Þessi rétt­ur er í miklu upp­á­haldi hjá henni og hún seg­ir fátt betra. Hún not­ar grísa­hakk í rétt­inn og hvet­ur fólk til að prófa. Ef ekki þá sé minnsta málið að skipta því út fyr­ir ann­ars­kon­ar hakk eins og til dæm­is nauta­hakk. 

Hægt er að heim­sækja mat­ar­bloggið henn­ar Maríu HÉR.

mbl.is/​María Gomez

Ómótstæðilegur pastaréttur Titu Paz

Vista Prenta

Ómót­stæðileg­ur pasta­rétt­ur Titu Paz

  • C.a 500 gr grísa­hakk
  • 250 gr ósoðið penne pasta
  • 1/​2 hót­el lauk­ur (þessi risa­stóri) eða 1-2 venju­leg­ir lauk­ar smátt skorn­ir
  • 1 geira­laus hvít­lauk­ur eða 4-6 hvít­lauksrif mar­in
  • 1 græn papríka smátt skor­in
  • Pasta sósa í krukku að eig­in vali en ég notaði frá Euro Shopp­er og hún er mjög fín (ekki aug­lýs­ing)
  • 2 msk ólífu­olía
  • salt og pip­ar

Aðferð:

  1. Saxið lauk­inn mjög smátt niður og paprík­una líka
  2. Merjið hvít­lauk­inn
  3. Setjið vatn í pott og saltið það mikið að það verði eins og sjó­vatn
  4. Látið vatnið byrja að sjóða og setjið þá penne pastað út í og sjóðið í 10 mín­út­ur eða eins og stend­ur á pakka
  5. Setjið olíu á pönnu og setjið á hæsta hita
  6. þegar olí­an er orðin vel heit lækkið þá hit­ann niður og setjið lauk, hvít­lauk og papríku á pönn­una
  7. Passið að steikja ekki þannig brún­ist held­ur bara við væg­an hita þannig soðni í ol­í­unni og verði mjúkt
  8. saltið og piprið yfir
  9. Þegar græn­metið er orðið mjúkt setjið þá hakkið út á og saltið vel og piprið aft­ur
  10. Hækkið hit­ann á pönn­unni aðeins upp og hrærið vel á meðan hakkið er að steikna í græn­met­inu
  11. Þegar hakkið er til og pastað soðið, sigtið þá vatnið frá past­anu og setjið beint út á pönn­una án þess að skola pastað það má ekki
  12. Bætið svo við pastasós­unni og blandið vel sam­an
  13. Gott er að bera þetta fram með fersku sal­ati og hvít­lauks­brauði
mbl.is/​María Gomez
mbl.is/​María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert