STICKS frá Johan Bülow fær toppeinkunn

STICKS frá Johan Bülow er algört lostæti að sögn lakkrísunnenda.
STICKS frá Johan Bülow er algört lostæti að sögn lakkrísunnenda. mbl.is/Johan Bülow

Það var síðastliðið vor sem Joh­an Bülow kastaði fram nýj­ung sem bar nafnið STICKS. Þar er lakk­rís­inn soðinn til lengri tíma og bragðið fer með okk­ur aft­ur til þess tíma er Bülow opnaði sína fyrstu lakk­rísversl­un árið 2007 í Born­holm í Dan­mörku.

Lakk­rís­inn fær kara­melluseraðan keim og er hreint út sagt stór­kost­leg­ur á bragðið – segja menn og kon­ur sem elska lakk­rís og vita hvað þau tala um.

Þar sem viðbrögðin voru þetta góð við STICKS hef­ur Bülow hafið fram­leiðslu á fullu á lakk­rís­in­um og þá með end­ur­bætt­um umbúðum. Í dag eru umbúðirn­ar aðallega bún­ar til úr plöntu­efn­um og ekki nóg með það, þá er um 20% meira magn af lakk­rís í hverju STICKS-i.

mbl.is/​Joh­an Bülow
mbl.is/​Joh­an Bülow
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert