Asískar núðlur með gúrmei-nautakjöti

mbl.is/Berglind Hreiðars

Þeir sem eru klárir og fyrirhyggjusamir kaupa gjarnan auka og nota síðar. Eins og Berglind Hreiðars á Gotteri.is gerir hér en hún segist alltaf kaupa umfram af nautalund til að geta notað afganginn í eitthvað gómsætt daginn eftir. Og hafi hún þakkir fyrir það því öll erum við fyrir lifandis löngu búin að fá nóg af því að borða vondar núðlur.

Þessi uppskrift er sum sé syndsamlega einföld og um leið algjörlega ómótstæðileg. Þetta er uppskiftin sem slær í gegn hjá allir fjölskyldunni og þú getur slegið um þig og sagst sérfræðingur í exótrískri matargerð. Hver vill ekki þann status í lífinu?

Asískar núðlur

Fyrir 4-6 manns

  • 375 g núðlur (6 „blocks“)
  • 500 g nautakjöt
  • Brokkolihaus
  • 4-5 gulrætur
  • ½ blaðlaukur
  • Kikkoman soyasósa
  • Kikkoman teriyaki sósa
  • Hoisin sósa
  • Sweet chili sósa
  • Ólífuolía
  • Salt, pipar, hvítlauksduft
  • 100 g ristaðar og saltaðar kasjúhnetur

Aðferð:

  1. Grillið/eldið nautalundina og hvílið á meðan þið útbúið núðlurnar.
  2. Skerið brokkoli í bita og lauk og gulrætur í strimla.
  3. Steikið brokkoli og gulrætur á meðalháum hita upp úr vel af ólífuolíu í stutta stund. Hellið 4 msk. af vatni og 2 msk. af soyasósu á pönnuna og hrærið vel í þar til vökvinn gufar upp.
  4. Bætið þá lauknum saman við ásamt meira af ólífuolíu og kryddið til með salti, pipar og hvítlauksdufti.
  5. Blandið á meðan saman í skál 6 msk af Hoisin sósu, 2 msk. soyasósu, 2 msk. teriyaki og 4 msk. sweet chili sósu og hellið yfir grænmetið.
  6. Sneiðið kjötið í þunna strimla og blandið saman við.
  7. Sjóðið núðlurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakka og hrærið vel saman við í lokin, toppið með kasjúhnetum.
mbl.is/Berglind Hreiðars
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka