Skyrið sem kom, sá og sigraði

mbl.is/KEA skyr

Það er óhætt að segja að nýja KEA-skyrið hafi gengið vonum framar frá því það kom á markað í júní, en eins og við greindum frá hér á Matarvefnum voru nýjar bragðtegundir settar á markað í tilefni 30 ára afmælis KEA-skyrs í sumar.

Skyrið með kaffi og vanillu er ein þessara nýju bragðtegunda og hefur skyrið slegið í gegn svo um munar og skyrið hreinlega horfið úr hillum verslana. Skyrið er laktósalaust, inniheldur engan viðbættan sykur og sætuefnum er haldið í algjöru lágmarki. Í einni dós af kaffiskyri er síðan jafnmikið koffín og í 1/3 úr kaffibolla svo kaffiunnendur ættu alls ekki að láta þessa nýjung framhjá sér fara.

Skyrið er gott eitt sér en við mælum líka með að nota það í skyrkökur og deilum hér með ykkur einfaldri uppskrift sem hentar fullkomlega fyrir saumaklúbbinn. Prófið líka að bera skyrkökuna fram í vínglösum en þessi framsetning er sérstaklega skemmtileg fyrir augað.

Skyrkaka í glasi með kaffi og vanillu 

uppskriftin dugar í 4 glös

  • 14 stk. LU Bastogne-kex, mulið í blandara eða poka
  • 4 msk. Smjörvi, bræddur og blandað saman við kexmulning
  • 2 litlar dósir KEA-skyr með kaffi og vanillu
  • 250 ml rjómi þeyttur
  • Fersk ber, t.d. brómber og bláber

Skyri og þeyttum rjóma blandað saman. Setjið kexblöndu og rjómablöndu til skiptis í glös og skreytið með berjum.

mbl.is/KEA skyr
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka