Helíum-vodki það heitasta heitt

mbl.is/Vapshot.com

Fyrir einhverjum árum var fólk að bleyta gúmmíbangsa upp úr vodka og þótti það frekar framúrstefnulegt hjá yngri kynslóðinni. Í dag er öldin önnur þar sem vodka er núna „drukkið“ úr blöðrum!

Nokkrir barir í Bretlandi bjóða upp á að fylla blöðrur með helíum-vodka sem þú sýgur að þér og áhrifin koma fljótt í ljós. Þetta virkar þannig að ákveðin vél umbreytir vodkanu í gas sem er sett í blöðrurnar og þetta er afar vinsælt hjá yngri kynslóðinni. Nokkrir breskir unglingar sögðu bragðið vera sterkt og ekki gott til að byrja með en áhrifin kæmu fljótt og það væri það sem þau sæktust eftir.

Og þó að þú finnir fljótt fyrir áhrifum, þá hverfa þau líka jafnskjótt, eða á u.þ.b. 20 mínútum. Fólk hefur misjafnar skoðanir á því hversu heilsusamlegt þetta sé – ekki það að neysla áfengis sé einhvern tímann góð fyrir heilsuna.

Nýjasta æðið er að anda að sér vodka úr blöðrum …
Nýjasta æðið er að anda að sér vodka úr blöðrum og finna áhrifin strax. mbl.is/Vapshot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert