Hvað er gott fyrir líkamann að borða – hvað segja þarmabakteríurnar um þann mat sem við leggjum okkur til munns? Við viljum alls ekki vera með uppþembu allan daginn eftir að hafa borðað eitthvað sem hentar okkur ekki vel.
JÁ-listinn:
Grænmeti – er mjög gott fyrir þarmana. Reyndu alltaf að koma grænmeti fyrir í máltíðum dagsins. Borðaðu það hrátt, settu það í súpur, smoothies, ommelettur eða aðra rétti.
Ber – má setja út á graut, jógúrt eða salat. Reyndu að fá þér nokkur ber yfir daginn.
Fiskur – er nauðsynlegur á matarborðið oftar en einu sinni í viku. Það er t.d. mjög gott að gufusjóða fiskinn.
Kjúklingur – hann er gott að kaupa ferskan. Eftir að þú hefur haft hann í matinn, notaðu þá afganga sem álegg næsta dag.
Hnetur, möndlur og fræ – eru frábær í morgunmatinn, sem millimál eða út á salatið.
Hrísgrjón, kínóa og kartöflur – eru frábær kvöldmatur og henta þörmunum vel.
Belgávextir – þurfa að liggja í bleyti áður en þú leggur þá þér til munns því annars er hætta á að þú fáir magaverk.
Dökkt súkkulaði – er í lagi í hófi. Saxaðu t.d. súkkulaði yfir jógúrtina þína.
Vatn, te og kaffi – flest höfum við þörf á tveimur lítrum af vatni á dag. Og verðir þú þreytt/ur á að drekka venjulegt vatn alla daga er upplagt að setja sítrónusneiðar, frosin ber eða kryddjurtir út í vatnið.
NEI-listinn:
Tilbúnir réttir og skyndibiti – þegar tíminn er lítill til annars. En mundu að hafragrautur, ommeletta eða gott brauð með áleggi getur einnig flokkast sem skyndibiti af hollari kantinum.
Sykur – er alltaf gott að skera niður og reyna forðast matvörur sem innihalda mikinn sykur eins og sælgæti, kex, kökur, marmelaði o.fl.
Nauta-, lamba- og svínakjöt – er alveg í lagi að borða en reyndu frekar að halla þér að kjúklingakjöti, eggjum, baunum og fiski þar sem það fer mun betur með þarmana.
Unnið álegg – má alveg skipta út með avókadói, osti, tómötum eða banana.
Tilbúnar sósur – er hentugt að kaupa, en þú getur einnig búið þær til sjálf/ur. Prófaðu næst að búa til þitt eigið gvakamóle og það mun koma á óvart hversu vel það smakkast.
Sætindi – eru ekki góð fyrir okkur á neinn máta. Reyndu að venja þig á að það þurfi ekki allt að vera sætt á bragðið.