Timm Vladimir hefur í gegnum árin heillað dönsku þjóðina með matreiðslubókum og kokkaskólum. Í dag kynnir hann splunkunýja vörulínu sem veitir okkur hinum auðveldari aðgang að því að sýna meistaratakta í eldhúsinu.
Að vinna í köldu iðnaðareldhúsi er eflaust frábært hvað aðstöðu varðar en það er kannski ekki skemmtilegasta vinnuumhverfið. Þess vegna vildi Timm hanna eldhúsvörur sem „takaׅ“ allt það besta úr ekta kokkaeldhúsi og blanda því saman við hlýlegri smáatríði – til að halda bæði virkninni og fegurðinni saman í einni vöru.
Timm Vladimir hannaði vörurnar í samvinnu við Imerco og spannar vörulínan hvorki meira né minna en 26 nýjar vörur. Allt frá viskastykki upp í potta.
Eitt af því sem hefur vakið mikla athygli eru pottarnir og pönnurnar. Þeir eru með svokallaðri „non-stick“-áferð sem við elskum að vinna með, en slíkt þolir illa sleifar og annað sem leiðir til þess að pönnurnar rispast og missa þar af leiðandi „non-stick“-virknina. Nýju pottarnir aftur á móti eru með einhvers konar neti yfir botninum sem verndar pönnuna og þú getur notað hvaða sleif, spaða eða annað sem þú kýst við matargerðina.
Nýja vörulínan verður fáanleg frá og með 4. nóvember í Imerco og vonandi ratar hún hingað til lands – annars endum við í helgarferð til Danmerkur.