Svona losnar þú við svitalykt úr fötum

Er svitinn að angra þig? Við erum með ráð til …
Er svitinn að angra þig? Við erum með ráð til að losna við fasta lykt úr fötum. mbl.is/Colourbox

Eru íþróttafötin farin að lykta af súrum svita jafnvel eftir að þú þværð þau? Hér eru léttar leiðbeiningar hvernig þú losnar við súra lykt að eilífu – eða svona næstum því.

Íþróttaföt

  1. Þvoðu íþróttafötin þín eftir hverja æfingu. Það getur vel verið að þér finnist þú ekki hafa svitnað það mikið og notir fötin aftur en í hvert skipti sem þú „bætir“ ofan á svitann, því erfiðara verður að losna við hann.
  2. Blandaðu til helminga edik og vatn og leggðu íþróttafötin í bleyti í um hálftíma til klukkutíma – jafnvel lengur.
  3. Þvoðu fötin samkvæmt leiðbeiningum. Passið að þvottavélin sé ekki smekkfull, því þá færðu ekki það besta úr vélinni.

Svitalykt
Ef þú glímir við að svitna mikið að eðlisfari getur þú notast við þvottaleiðbeiningarnar hér fyrir ofan en einnig hugsað út í önnur atriði sem minnka lyktina sjálfa í svitanum í líkamanum.

  • Borðaðu fjölbreytt og hollt. Drekktu mikið af vatni og forðastu áfengi og tóbak.
  • Forðastu chili og engifer, þar sem hvort tveggja er þekkt fyrir að auka svitamyndunina.
  • Notaðu góðan og ilmfrían svitalyktareyði.
  • Hafðu bak við eyrað að ilmvötn og rakspírar eyða ekki svitalykt.
mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert