Lasagna sem allir elska

mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir

Lasagna er einn af þess­um rétt­um sem klikka aldrei og all­ir elska. Þannig mat elsk­um við  ekki síst á fal­leg­um haust­dög­um þegar fjöl­skyld­an kem­ur sam­an við kvöld­verðar­borðið og deil­ir sög­um af deg­in­um.

Það er Berg­lind Hreiðars sem á heiður­inn af þess­ari upp­skrift en eins og all­ir vita held­ur hún úti einni fal­leg­ustu bloggsíðu lands­ins: Gotte­rí & ger­sem­ar

Lasagna sem allir elska

Vista Prenta

Lasagna

Fyr­ir um 8 manns

  • 900 g nauta­hakk
  • 1 stk. lauk­ur (smátt saxaður)
  • 4 stk. hvít­lauks­geir­ar (smátt saxaðir)
  • 2 x Cirio-pastasósa (1 x með tóm­at og chili og 1x með tóm­at og basil, 420 g hvor)
  • 1 lúka söxuð fersk basilíka
  • 1 msk. óreg­anó
  • salt, pip­ar, papriku- og hvít­lauks­duft eft­ir smekk
  • ólífu­olía til steik­ing­ar
  • 350 g RANA-lasagna­plöt­ur (um 1½ bréf)
  • 200 g rjóma­ost­ur
  • 1 stk. egg
  • ost­ur og par­mesanost­ur eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Steikið lauk­inn þar til hann fer að mýkj­ast og bætið þá hakk­inu sam­an við. Kryddið til með salti, pip­ar, papriku- og hvít­lauks­dufti eft­ir smekk.
  2. Hellið pastasós­un­um sam­an við ásamt basilíku og óreg­anó og leyfið að malla á meðan þið út­búið rest­ina.
  3. Hitið ofn­inn í 180°C og takið til eld­fast mót og smyrjið með olíu/​smjöri (frek­ar djúpt, ann­ars stærra ef það er lægra).
  4. Stappið sam­an rjóma­ost og egg í skál og geymið.
  5. Rífið vel af osti og hafið til taks (rífið svo eft­ir þörf­um).
  6. Raðið lasagna sam­an í eft­ir­far­andi röð x 3 lög (allt í lagi að lasagna­plöt­urn­ar skar­ist aðeins): Lasagna­plöt­ur, rjóma­osts­blanda (smyrjið yfir pastað), hakk og síðan rif­inn par­mes­an og ost­ur eft­ir smekk.
  7. Bakið í ofni í 30-35 mín­út­ur og berið fram með sal­ati, góðu hvít­lauks­brauði og ekki er verra að hafa rauðvín með þess­um rétti.
mbl.is/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir mbl.is/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert