Ilmurinn af ristuðu brauði í morgunsárið er það allra besta. En hvað gerist með brauðið þegar við setjum það í brauðristina?
Það er eitthvað alveg sérstakt við ristað brauð – sérstaklega þegar smjörið bráðnar á heitu brauðinu svo ekki sé minnst ostinn. En þegar þú ristar, steikir eða bakar mat sem inniheldur mikið af kolvetnum, eins og t.d. brauð – þá myndast efnið akrýlamíð sem þykir ekki það allra besta fyrir kroppinn. Jafnvel eitthvað af vítamínum brauðsins mun hverfa þegar það er ristað. Þér mun einnig finnast þú vera lengur saddur af ristuðu brauði en óristuðu.
Þá er svarið við stóru spurningunni hvort ristað brauð sé óhollt – „bæði og“.
Ferskt brauð
Létt ristað brauð
Ristað brauð
Mikið ristað brauð